Smámunasemi

Eftir um þrjár vikur ætlar hugskotið að bregða undir sig betri fætinum og skreppa í viku ferð til Slóveníu þessa fyrrum Júgóslavneska lýðveldis sem er einkar áhugavert land, aðili að Evrópusambandinu og  með evru sem gjaldmiðil þó svo að einhverstaðar hafi ég heyrt að Slóvenía sé ekki hluti af  evrópska myntbandalagið. Jú maður labbar sig í bankann sinn og ætlar að kaupa sér evrur en þar er manni tjáð af þjónustufulltrúa að maður þurfi farseðil og gott ef ekki vegabréf til að fá evrur afgreiddar. Svo smásmugulegar eru reglurnar að kona ein fékk ekki einu sinni afgreiddar nokkrar evrur fyrir 3000 kr. sem hún ætlaði að gefa lítilli frænku sinni sem var að fara í frí til Spánar. Við getum haft allar skoðanir á gjaldeyrishöftunum en það hlýtur að teljast fáránlegt að menn séu að beita þeim til hins ýtrasta þegar um svona lágar upphæðir er um að ræða. Maður spyr sjálfan sig að því hvort ekki megi taka upp eitthvað lágmark til dæmis 500 evrur á mann sem afgreiddar væru formsatriðalaust og jafnvel seldar við lægra verði en opinbert gengi krónunnar er. Gjaldeyrishöftin eru líkast til komin til að vera um ókomin ár meðan við búum við þennan krónuvesaling, þess vegna er tilvalið að yfirvöld geri eitthvað til að gera almenningi þau sem allra léttbærust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband