Forsetar og fjölmiðlagæsir

Næstkomandi sunnudagskvöld er áhorfendum Stöðvar 2 boðið til veislu. Fram verður borin fjölmiðlagæs með forseta. Sjálfsagt afar gómsætur kvöldverður en mörgum þykir sem meðlætið með gæsinni sé svona í fábreyttara lagi eða aðeins einn lítill forseti.

Nú segja þeir Stöðvarmenn að máltíð þessi sé framreidd eftir bestu erlendu fyrirmyndum. Það þekkist víða að aðeins efstu frambjóðendum í kosningum sé boðið í umræðuþætti. Vissulega er það rétt að margir líta á Ólaf Ragnar og Þóru sem tvo turna í þessari kosningabaráttu en þó verður að telja þessa ráðstöfun Stöðvar 2 frekar hæpna. Við erum ekki með tvöfalda umferð í forsetakosningunum hér eins og til dæmis í Frakklandi. Og þar sem allir frambjóðendur taka þátt í endanlegu kjöri hljóta þeir að hafa lýðræðislegan rétt til jafnræðis.

Það má svo sem segja að sitthvað fleira sé frekar hæpið í rekstri þessarar stöðvar, enda fyrirtækið rekið í gróðaskyni svo hæpið sem það er í hinu litla íslenska þjóðfélagi. Sem dæmi má nefna þessa heimsku að læsa landsleikjum Íslendinga í boltaíþróttum. Svona gera ekki aðrir forsvarsmenn fjölmiðla en þessir gömlu atvinnurekendajálkar sem stjórna Stöð 2 og því batteríi öllu. Eiginlega ættu yfirvöld að setja reglur um það hvaða sjónvarpsefni megi læsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband