Arfleið kynslóðanna

Í nýlegu bloggi sínu fjallar Ómar Ragnarsson meðal annars um það hvernig lífeyrissjóðirnir eru misnotaðir meðal annars til þess að fara í framkvæmdir sem valda sóun og rányrkju og skerði með því möguleika komandi kynslóða. Þessu punktur um komandi kynslóðir er mjög áberandi í málflutningi margra náttúruverndarsinna. Vissulega er nokkuð til í því að ef við göngum hart fram gegn náttúru landsins þá sköðum við vissulega notagildi hennar fyrir komandi kynslóðir. Í þessu sambandi hefur oft verið talað um það þegar menn hjuggu niður allan skóg í landinu til að eiga eldivið, vissulega skildi þetta landið eftir nakið og bert en sennilega hefur þetta orðið til þess að þjóðin þraukaði við illan leik en þraukaði þó. Þetta gleymist oft þegar við tölum í vandlætingartón um skammsýnu forfeðurna sem eyddu skógunum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að oft er hagkvæm nýting náttúrunnar einmitt það hagkvæmasta fyrir komandi kynslóðir og betra er að þessar kynslóðir skerði einhverja náttúru en að þær deyi út.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband