Arabískir flóttastrákar

Fyrir nokkrum dögum komu tveir strákar til landsins og framvísuðu fölskum vegabréfum. Strákar þessir voru af norðurafrískum uppruna og sögðust vera 15 og 16 ára gamlir.

Móttökurnar voru samkvæmt venju. Þeir voru í snatri leiddir fyrir rétt og dæmdir í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi. Og ekki þýðir víst að deila við dómarann þótt þarna hafi hann ef til vill brotið fleiri en ein lög og alþjóðasamninga. Fyrir það fyrsta þá eru þessir strákar samkvæmt einhverri alþjóðaskilgreiningu börn þó þeir séu það í raun og veru ekki. Hitt er verra að við brutum hér alþjóðasamninga um flóttamenn, því flóttamenn má ekki dæma í fangelsi en þessum strákum var víst stungið inn, gott ef ekki á Hraunið, þó síðar hafi þeir verið leystir úr fangelsi og annar fengið inni á arabísku heimili og hinn í flóttamannabúðum.

Ögmundur innanríkisráðherra virðist alveg koma af fjöllum og segir að hér verði að breyta lögum einhvern tímann í haust. Gallinn er bara sá að það er ekki hægt að bíða til hausts með að breyta lögum og reyndar þyrfti nú þegar að taka þessi mál flóttamanna til afgreiðslu. Setja þyrfti Útlendingastofnun undir Velferðarráðuneytið og ráða félagsráðgjafa í stað lögfræðinga. Mál flóttamanna eiga ekki að þurfa að taka eitt ár eða meira, jafnvel enga sex mánuði. Venjulegt mál ætti auðveldlega að vera hægt að leysa á klukkutíma þótt sérstök mál þyrftu ef til vill lengri athugunar við. Hvort sem um er að ræða svokölluð börn eða fullorðna þá eru þessi mál okkur til vansa.

Í málefnum strákanna tveggja þá hefðum við átt að verðlauna þá fyrir að komast hingað norður í Ballarhaf á fölskum skilríkjum, hleypa þeim inn í landið og ráða þá í vinnu við ráðgjöf flóttamanna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband