7.5.2012 | 21:03
Af sjúkdómum
Morgunútvarp rásar 2 hefur verið dálítið sérstakt að undanförnu. Að vissu leyti hefur það minnt á einn stórann AA fund. Fólk hefur komið þarna í röðum og lýst því hvernig áfengið hafi tekið allt frá því meðal annars fjölskyldu og vini. Vissulega eru til mörg dæmi um það hvernig misnotkun áfengis hefur valdið ómældum skaða og mörgum fjölskyldum sundrað. En það er spurning hvort þarna sé á ferðinni einhver sjúkdómur og um það eru deildar meiningar. Athyglisvert er að málfar þessa fólks er afar keimlíkt. Það kallar alkahólisma það sem á góðri íslensku myndi kallast vínhneigð, að vera edrú kallast á íslensku að vera þurr og svo framvegis. Og sjúkdómur, það er nú það. Maður sem búinn er að ganga í gegnum tvö heilablóðföll kallar þetta tæpast sjúkdóm. Að fá heilablóðfall er nefnilega það sama og að fara til vítis og heim aftur, þetta er ekki sjálfsvorkunn heldur bláköld staðreynd. Maður getur þó áfram labbað, heyrt, séð og skrifað eftir alkahólisma en slíkt getur maður ekki alltaf eftir heilablóðfall. Eftir heilablóðfall bíður enginn Vogur með útbreiddan faðminn til þess að lækna mistökin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.