6.5.2012 | 20:51
Jafnaðarlausnir
Frakkar kusu sér nýjan forseta í dag og Grikkir sendu ráðandi stjórnmálaflokka út í hafsauga. Þetta eru athyglisverð úrslit og er nú spurningin sú hvort Evrópubúar séu nú loksins að verða reiðir á þessari leið niðurskurðar, samdráttar og kjaraskerðingar sem alþjóðlegar fjármálastofnanir hafa viljað fara að undanförnu, og einkum byggir á því að lausn allra meina sé aðhald og sparnaður í ríkisfjármálum og alls ekki hefur mátt leggja í neinar arfbærar framkvæmdir. Auðvitað er þetta firra. Auðvitað verður engin mjólk til handa börnunum á heimilinu ef engar eru mjólkurkýrnar og ekki dugir heldur að slátra mjólkurkúnum eins og gert hefur verið. Þetta hefur verið gert með því að ríkiskassarnir hafa verið tæmdir til þess að borga einhverjar skuldir, oft einkaskuldir í stað þess að bjarga sveltandi fólkinu. Kosningarúrslit dagsins í dag sýna að fólkið í Evrópu er farið að þrá jafnaðarlausnir. Félagslegar lausnir vandamálanna sem kostaðar eru með því að ýta af stað afbærum verkefnum þannig að gróðinn lendir ekki í vasa handfylli nokkurra auðjöfra og bankabraskara, til þess ætla þjóðirnar af nýju leiðtogunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.