Blind mannréttindi

Jæja, þá eigum við Norðlendingar líklega bráðum von á karlinum honum Nupo. Ja, nema gaurnum honum Ögmundi takist enn og aftur að koma í veg fyrir að þetta framfaramál Norðlendinga nái fram að ganga. Auðvitað fögnum við Nupo þó svo ekki sé það alltaf voðalega smekklegt sem hann lætur út úr sér í kínverskum blöðum.

En koma Nupo vekur líka upp þessa spurningu með samband mannréttinda og viðskipta. Það er ekki hægt að segja að Kínverjar séu beinlínis heimsmeistarar í mannréttindum og nýjasta dæmið um það er þessi blindi lögfræðingur sem strauk úr stofufangelsi og leitaði ásjár bandaríska sendiráðsins sem líklega hefur ekki talið það þjóna hagsmunum Bandaríkjamanna best að veita honum skjól þar heldur afhentu hann kínverskum stjórnvöldum gegn óljósu loforði um grið. Reyndar hafa Bandaríkjamenn ekki úr háum söðli að detta þegar að mannréttindum kemur.

Hitt er athyglisvert að kínverskum stjórnvöldum finnst það svara kostnaði að ofsækja blindan andófsmann og má þar segja að fatlaðir hafi þarna náð ákveðnum réttindum. Líklegt er að á Vesturlöndum, þar með talið Íslandi, myndu menn aðeins kinka kolli ef fatlaður maður væri með pólitískt andóf og segja: "Jæja greyið, honum líður eitthvað illa í dag."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband