Einkavædd náttúra

Heill þotufarmur kínverskra ráðamanna var á ferð hér á landi á dögunum. Var að vanda farið í ferðalag með þá um Suðurland og sýndir þar helstu merkisstaðir eins og Þingvellir, Gullfoss og Geysir, Hellisheiðarvirkjun og svo framvegis. Einnig stóð til að sýna þeim hið svokallaða Ker sem mun vera mikið náttúrfyrirbæri þarna suðurfrá.

Nei! Lok, lok og læs!

Íslensk og kínversk stjórnvöld voru ekki þóknanleg eigendum Kersins og því fengu þeir ekki að sjá dýrðina. Nú veit maður að útgefandi Moggans og þó einkum ritstjóri hans eru ekkert yfir sig hrifnir af þeim sem halda um stjórnvölinn hér á landi um þessar mundir en óvíst verður samt að telja að þeir hafi heimild til að hindra för fólks að náttúruperlum, jafnvel þó að þær séu á einkalandi. Einhvers staðar mun vera til eitthvert lagaákvæði sem segir að mönnum sé frjáls för um landið í lögmætum tilgangi. Hvort lög standi til að hægt sé að banna aðgang að einkalandi er frekar óvíst. Svo virðist þó sem hægt sé að banna viss afnot af einkalandi svo sem til beitar, berjatínslu og veiði en ekki hefur svo ég viti til reynt á það hvort menn geti bannað að skoða land eða einhverja hluta þess, til dæmis ef að stjórnmálaskoðanir þeirra eru ekki þóknanlegar eigendum hins umrædda lands. Best af öllu væri þó ef þetta dæmi ýtti við mönnum að setja lög sem gæfu öllum skýlausan rétt á því að skoða hinar mörgu ómetanlegu náttúruperlur þessa lands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband