22.4.2012 | 21:19
Hið týnda Guðsríki
Oft hefur maður skemmt sér við að horfa á sjónvarpsstöð eina sem nefnd er Omega og er að minnsta kosti að eigin sögn kristin mjög. Telur jafnvel þá sem ekki aðhyllast hennar útgáfu af kristni aðeins vera svokallaða nafnkristna og ekki aðhyllast frjálsa kristni. Reyndar er þessi frjálsa kristni svo óskaplega hlekkjuð af bókstafstrú að hinn minnsti andblær hristir hana og skekur.
Á miðvikudögum er á dagskrá þessarar stöðvar sérkennilegur þáttur sem nefnist Ísrael í dag og er þegar best lætur sakleysislegur þvættingur nytsamra smábarna en í versta falli illa gerðir áróðursþættir ættaðir beinustu leið frá Mossad hinni alræmdu leyniþjónustu Ísraelsmanna. Í þætti þessum fyrir viku var nokkuð fjallað um meintar ofsóknir sem kristnir mættu þola í týnda Guðsríkinu þar sem réðu ríkjum svokallaðir Palestínumenn. Reyndar kom í ljós ef vel var hlustað að sumir kristnir menn nutu þarna velþóknunar til dæmis Ortodoxar, kaþólskir og fleiri en svo fylgdi sögunni að baptistaprestur einn, bandarískur hefði sætt ofsóknum. Mikið rétt þessi baptistaklerkur hefur auðvitað ekki fengið að boða hið svokallaða orð þar sem kjarninn er að Ísrael sé hið útvalda ríki Guðs og Gyðingar eigi þar með óskoraðan rétt til lands á þessu svæði. Ekki myndum við Íslendingar taka því þegjandi ef norskir ásatrúarmenn kæmu hingað og segðu að Ísland tilheyrði hinni útvöldu, germönsku þjóð Noregs.
Hafi Gyðingar einhvern tímann átt einhvern rétt til að ráða Kananlandi þá hafa þeir fyrir löngu misst þennan guðlega rétt vegna framkomu sinnar. Munum að það voru Gyðingar en ekki Palestínumenn sem fyrir fáum árum frömdu helgispjöll í Fæðingarkirkjunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.