Nýtingin á kvótanum

Þá er nú blessað kvótafrumvarpið komið fram eftir langar og harðar fæðingarhríðir, miklar deilur milli flokka og innan flokka og mikinn hasar á öllum vígstöðum. Fjallið er búið að taka jóðsótt en hvort afkvæmið er lítil mús eða heljarstór fíll skal ósagt látið. Kvótinn alræmdi hefur nú verið skírður Nýtingarsamningar og kvótarnir eiginlega nefndir nýtingarleyfi samanber t.d. námaleyfi eða virkjanaleyfi og þannig á nokkurn skondinn hátt komið í framkvæmd þessari hugmynd um þjóðareign á auðlindinni sem fyrirhugað er að setja í stjórnarskrá. Segja má að þarna sé um nokkra framför að ræða, að koma á einskonar opinberri nýtingu á kvótanum. Önnur ákvæði hins nýja frumvarps orka mörg hver meira tvímælis. T.d. þá óar manni við allri þessari ríkisforsjá. Sagan hefur kennt okkur að þetta kerfi sem byggir á því að úthluta verðmætum gæðum í þessu tilfelli fiskveiðiheimildum frá einhverri pólitískri stjórnsýslustofnun í Reykjavík til byggðanna það er ekkert annað en ávísun á gríðarlega spillingu. Fram að þessu hefur mikið af arði kvótakónganna farið í byggingarframkvæmdir í Reykjavík en nú kann að bætast við útdeiling á forsendum þess að sá arður myndist.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband