Ljós Norðursins

Mikið ljós hefur kviknað yfir norðurhveli jarðar. Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin Dalai Lama, að minnsta kosti að áliti vísra manna við háskóla í Boston. Ólafur Ragnar Grímsson er þar auglýstur sem hinn íslenski Dalai Lama, hið eilífa ljós Norðursins. Að sönnu hefur Ólafur Ragnar að því er virðist enga sérstaka trúarlega skírskotun og ekki er hann einhver gamall guð endurborinn.

En Ólafur hefur flutt með sér merkan boðskap um hlutverk Norðursins, um framtíð hins græna hagkerfis, vistvænnar orku og vistvænna lífshátta. Og þessi hugsun hans hefur gengið í marga, ekki síst marga bandaríska stjórnmálamenn á borð við Al Gore og Obama, enda Bandaríkjamenn allra manna umhverfisvænstir í orði samanber umhyggju þeirra fyrir hvölum á sama tíma og þeir eru stórtækustu hvalveiðimenn í heimi. Áköfustu leitendur að vistvænum orkugjöfum meðan þeir eru heimsins mestu notendur jarðefnaeldsneytis og komast varla hundrað metra án þess að vera á einkabílum. En mikið óskaplega er gott að einhverjir eiga sér eitthvað ljós þarna langt úr norðri til að boða okkur losun gróðurhúsalofttegunda og minnkandi olíunotkun meðan hraðbrautirnar stækka stöðugt og stækka og borgirnar verða óbyggilegar sakir mengunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband