19.3.2012 | 22:32
Blómstrandi kynlíf
Það er aldeilis að kynlífið blómstrar þessa dagana, ekki síst á öldum ljósvakans. Tilefnið núna er eitthvað frumvarp sem velferðarráðherra boðar um að skólahjúkrunarfræðingum og ljóðmæðrum verði heimilt að skrifa lyfseðla fyrir getnaðarvarnir stúlkna. Í allri umræðunni birtist frétt um það að stúlkur allt niður í ellefu ára væru farnar að stunda kynlíf.
Jú, maður hefur heyrt um þetta í Bandaríkjunum, einkum meðal svartra stúlkna í fátækrahverfum en ekki á Íslandi. Samkvæmt íslenskri hefð brustu allir í móðursýkiskast. Halda mætti að gjörvallar ellefu ára stúlkur í landinu lægju undir skólabræðrum sínum og fengju svo pilluna ávísaða án vitundar foreldra. Vitanlega er þessu ekki þannig varið. Hafi það gerst að ellefu ára stúlka hafi stundað hér kynlíf er þar um alvarlegt barnaverndarmál að ræða, enda stúlkur yfirleitt ekki kynþroska á þessum aldri.
Vandamálið er hins vegar stúlkur í kringum fimmtán ára aldur sem í mörgum tilfellum eru raunverulega farnar að stunda kynlíf og afstaða Guðbjarts í þessu máli verður að teljast skynsamleg. Öllu máli skiptir að forða stúlkum frá því að eyðileggja eigin framtíð með ótímabærum þungunum. En við verðum einnig að snúa að piltunum. Gera verður smokka mun aðgengilegri og helst ókeypis. Og umfram allt verður að afhelga kynlíf og gera það að eðlilegum hluta mannlegs lífs í stað þess að halda því í skúmaskotum öfuguggaháttar og klámvæðingar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.