Ný framboð

Skoðanakannanir segja okkur að þjóðin sé orðin hundleið á fjórflokknum. Að sönnu eru það margir sem álíta að gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn komi á hvítum hesti með alla útrásarvíkingana og bjargi málunum aftur. Aðrir halla sér að nýjum framboðum. Að minnsta kosti þrjú eru þegar í startholunum en svo virðist sem þau séu öll hvert örðu lík. Minna helst á sértrúarflokka sem allir trúa á sömu biblíuna en segja alla hina vantrúaða.

Stefnuskrár þessara nýju framboða eru að mestu leyti svipaður grautur í nokkurn veginn sömu skál. Allir vilja bjarga heimilunum en enginn gerir sér grein fyrir því að heimilunum verður ekki bjargað nema það komi niður á einstaklingunum og velferðarkerfinu. Allir vilja breyta stjórnarskránni, vitandi vits að það verður sennilega ekki gert, enda líklegt að helstu andstæðingar stjórnarskrárbreytinga muni vinna stórsigur í næstu kosningum. Og allir vilja ræða við Evrópusambandið og landa samningi sem allir vita að verður líklega felldur í þjóðaratkvæði nema hann verði þess betri og Evrópa nái að rísa úr núverandi öskustó. Nokkuð sem allir vona, því án sterkrar Evrópu er voðinn vís fyrir okkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband