6.12.2011 | 20:56
Stöndum með Færeyingum
Fyrir nokkrum dögum gekk mikið óveður yfir Færeyjar og olli miklu tjóni. Nú hafa aðilar á Íslandi og í Færeyjum ákveðið að efna til söfnunar til ágóða fyrir björgunarfélag þar í landi næstkomandi sunnudag með tilheyrandi sjónvarpsútsendingu. Það er fyllsta ástæða til að hvetja Íslendinga til samstöðu með þessum frændum okkar, þeir hafa oft hlaupið undir bagga þegar á hefur bjátað hjá okkur. Færeyjar eru ósköp yndislegt og notalegt land, þarna mitt á milli Íslands og Skotlands. Það er virkilega gaman að koma þangað í heimsókn og sá sem vill taka tímavél 40 ár aftur í tímann verður ekki svikinn. Þetta er allt óskaplega heimilislegt. Alls staðar eru einhverjir staðir þar sem Guð er tilbeðinn, alls staðar eru skilti sem vara við rúsdrekka sem er færeyska orðið fyrir áfengi. Og allir eru keðjureykjandi úti á götu, þar á meðal unglingarnir í unglingavinnunni að flokkstjórum meðtöldum.
Já, þetta er allt svo óskaplega yndislegt og sýnir hversu við Íslendingar erum orðin virkilega þróuð þjóð sem líka er búin að fara rækilega á hausinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.