25.11.2011 | 20:39
Gerræði ráðherrans
Hugurinn reikar aftur til síðustu ára níunda áratugarins. Miklar og illvígar deilur voru þá í landinu út af því hvort leyfa ætti sölu á áfengum bjór, um það leyti var formaður BSRB ungur fréttamaður hjá sjónvarpinu Ögmundur Jónasson að nafni var hann um tíma fréttaritari í kaupmannahöfn og var spurður álits í bjórmálinu og hann svaraði að hann vonaðist til þess að aldrei yrði leyft að selja bjór á Íslandi því ef það yrði gert myndu íslendingar fljótt verða samsafn af góðglöðum letingjum og einskinsnýtum lýð eins og Danir væru orðnir. Eitthvað fannst manni þetta bera vott um litla virðingu fyrir þjóðinni sem hann bjó hjá. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og téður Ögmundur er orðinn innanríkisráðherra sem finnur vel til valds síns, það sýndi hann með eftirminnilegum hætti í dag þegar hann hafnaði 23 milljarða innspýtingu inn í atvinnulífið á norðausturlandi. Það er dýrt fyrir norðlendinga atkvæðið hans Ævars Kjartanssonar og gistingin á Grímsstöðum gegn atvinnulífinu á norðurlandi. Búið er að slá af nánast alla stóriðju á Bakka, Vaðlaheiðagöng eru í uppnámi og menn vilja ekki að sama gildi um aðrar stórframkvæmdir eins og Landspítalann. Þá er það blessað áfengislagafrumvarpið sem Ögmundur er að reyna að keyra í gegn og ganga mun að allri samkeppnishæfni íslensks bjórs dauðri á auglýsingamarkaði. Réttast væri að þingmenn á landsbyggðinni tækju sig saman og flyttu breytingartillögu við þetta frumvarp þess efnis að bjór auglýsingar yrðu gefnar frjálsar með þessu yrði komið fram sætri hefnd fyrir það ólýðandi gerræði sem þessi fyrrverandi BSRB formaður er búinn að sýna.
Athugasemdir
Það er auðvitað rétt að Ögmundur hefur sjaldnast verið í fararbroddi þeirra sem vilja frelsi almennings í öndvegi, en það má víst segja um fleiri sem hafa setið á Alþingi Íslendinga og margir hverjir lengi.
Ekki man ég betur en bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafi greitt atkvæði á móti bjórfrumvarpinu á sínum tíma. Afturhaldið er við völd á Íslandi
G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.