Hringekja gleymskunnar

Sjálfstæðisflokkurinn hélt landsfund, Davíð Oddsson sagði nokkra illkvittna fimmaurabrandara og Geir H. Haarde kom fram sem píslarvottur. Sænsk verslunarkeðja opnaði í Smáralindinni og allar vörurnar seldust upp á þremur tímum þar með talið fatnaðurinn á gínunum. Þá er salan á lúxusjeppum, flatskjám og ýmsu þesslegu að taka við sér.

Jú, jólin eru á næsta leyti en svo virðist sem hringekja gleymskunnar sé líka farin af stað. Við erum aftur að sigla inn í góðærið, hinn Vafningalausi formaður sjálfstæðisflokksins sem endurkjörinn var nú á dögunum mun sjálfsagt vinna mikinn kosningasigur og mynda ríkisstjórn. Allt mun falla í sama góðærið og 2007. Meira að segja bankarnir sem öllu ráða í þessu þjóðfélagi eru byrjaðir að auglýsa óverðtryggð lán enda hyllir nú undir að skattar verði færðir til 2007 þannig að liðið geti nú aldeilis farið að leika sér. Skítt með alla aldraða, öryrkja og láglaunafólk. Það má éta það sem úti frýs. Skera bara niður draslið eins og mögulegt er.

Og áfram þýtur hringekja gleymskunnar með þjóðina þar til hún stöðvast og allir hendast út, sinn í hverja áttina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband