15.11.2011 | 22:13
Textíll í leikhúsinu
Það er sennilega ekki algengt að sjómaður stjórni þotu , sendill sé tölvunarfræðingur eða fjósakona ráðherrafrú. Það rak því alla í rogastans þegar fréttist að textílhönnuður hefði verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú áttar maður sig ekki almennilega á því hvað textílhönnun hefur með leikhús að gera. Jú hugsanlega eitthvað í sambandi við leikmyndina en leikmynd, þó mikilvæg sé, er ekki það atriði sem sýning stendur og fellur með.
En skýringuna á þessari ráðningu fékk maður fljótlega. Svo er nefnilega mál með vexti að stúlkukind sú sem hér um ræðir mun vera dóttir Odds Helga þess Halldórssonar sem hér hefur ríkt sem kóngur frá því listi hans hinn svonefndi Listi lýðsskrumara náði völdum við síðustu bæjarstjórnarkosningar. En nú er svo komið að fjölskylda Odds og ættmenni sitja í nánast öllum feitustu störfum og embættum á vegum bæjarins. Svo kaldhæðnislega vill til að listi þessi fékk hreinan meirihluta í síðustu kosningum vegna þess meðal annars að fólk vildi refsa fyrri meirihluta bæjarins fyrir spillingu en sá meirihluti komst til valda vegna þess að meirihlutanum sem á undan honum var var refsað vegna enn meiri spillingar.
Nú hlýtur mælirinn að vera fullur. Íbúar á Akureyri spyrja sjálfa sig að því hvenær í ósköpunum þeir fá loksins bæjarstjórn sem er laus við spillingu, eiginhagsmunapot og sérgæsku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.