Ítalía multo bella

Hugurinn leitar til hinna gömlu og góðu námsára í Frakklandi. Eitt af því skemmtilegasta sem maður gerði þar var að ferðast í fríum og oftar en ekki lá leiðin til Ítalíu enda ekki nema liðlega klukkutíma ferð til landamæranna, og það var ótrúlegt hvað breytingin var mikil bara við það að fara yfir línuna. Ítalir eru að sönnu latnesk þjóð eins og frakkar en þó fannst manni þessar tvær þjóðir eins og svart og hvítt. Allt mjög formfast og reglubundið Frakklandsmegin en þegar komið var yfir landamærin var maður staddur í einum allsherjar glundroða , litríkum hávaðasömum og skemmtilegum  en glundroða samt og stundum hefur verið sagt að það sé ekki hægt að stjórna ítölum og af þessu súpa þeir sennilega seyðið i dag.  Eftir að hafa verið nokkur undafarin ár undir stjórn sjötugs karl fausks sem hefur helst haft það sér til dundurs að káfa á unglingsstúlkum er nú landið komið á hvínandi kúpuna. Berluconi og lið hans eru búnir að tæma ríkiskassann brjóta undir sig alla fjölmiðla og í raun búið að fela mafíunni hina raunverulegu stjórn landsins. Því miður kann Evrópusambandið enga aðra lausn á vanda ítala en þá sem hefur verðið reynt t.d. í Grikklandi að senda reikninginn fyrir spillingunni og óstjórninni á almenning. Sumir tala um að þessi lönd eigi að yfirgefa evruna, en það leysir engan vanda. Hin efnahagslega óstjórn, spilling og vanhæfi mun enn halda áfram en fólkið mun sitja eftir í enn meiri félagslegum vanda.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband