Feitt fólk!

Þjóðin fékk áfall á dögunum þegar skýrt var frá rannsókn sem leiddi í ljós að íslenda þjóðin væri sú næst feitasta þjóð í heimi næst á eftir Bandaríkjunum. Jú allir vissu að það er til feitt fólk á Íslandi en að við værum næst feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir alla okkar megarunakúra, almenningsíþróttaátak, hreyfingu og hollustu og jafnvel ef til vill út af öllu þessu þá skuli þetta vera staðreyndin. Menn hafa leitað skýringa og ef til vill eru þær nokkrar t.d. hreinlega sagan. Við íslendingar vorum við það að verða hungurmorða um þar síðustu aldarmót en síðar jókst framboð á matvælum svo mjög að hin skyndilega breyting leiddi til almenns ofáts. og það að leifa mat var hin mesta dauðasynd, við bættist að við tókum upp bandarískt matarræði  á stríðsárunum með tilheyrandi hamborgurum,frönskum og pylsu. Enn má nefna það að við höfum gert hina heilögu blikkbelju að hinum æðsta Guði á íslandi. Menn kveina og veina þegar bílastæði eru færð 100 metra frá líkamsræktarstöð eða þegar barn þarf að ganga í 10 mínútur í skóla. Einnig má nefna að kenningar eru uppi um að allir þessir megrunakúrar og þessi átök hjólað í vinnunna og fleiri geri illt verra þar sem þetta eru bara stundarátök sem vara í stuttan tíma en eftir það verður allt sem áður, menn setjast við tölvuna með kókglas við hönd, húsfreyjan útbýr pizzu í kvöldmatinn og krakkarnir skokka út í sjoppu þar sem þau fá sér hamborgara og franskar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband