Ögmundur og bjórinn

Hann Ögmundur okkar innanríkisráðherra var á fundi í morgun, að ég held hjá Allsherjarnefnd Alþingis, og var það spurður meðal annars út í frumvarp eitt sem hann hefur verið að rembast við að koma í gegnum þingið um breytingar á áfengislögum þar sem íslenskum bjórframleiðendum yrði ekki lengur heimilt að auglýsa til dæmis Egils gull léttöl eða léttur Thule. En þessi leið fram hjá áfengislögum hefur verið mikið notuð af íslenskum bjórframleiðendum í samkeppni við óheftan aðgang erlendra framleiðenda gegnum sjónvarp, blöð og tímarit. En nú á sem sé að stöðva þetta. Enn einn naglinn í líkkistu atvinnumála á landsbyggðinni því bjór er víða bruggaður á landsbyggðinni. Þetta á að minnka áfengisneysluna og þá helst með því að minnka innlenda bjórframleiðslu. Menn skulu jú drekka Carlsberg en ekki Víking.

Spurningin er hvort ekki mætti gera einhvers konar undanþágu varðandi auglýsingar á innlendri framleiðslu. Gagnvart Evrópusambandinu mætti eflaust benda á það ójafnræði sem ríkir í dag en það er víst ekki ætlun innanríkisráðherrans okkar að efla þannig íslenskt atvinnulíf..... jafnvel því má fórna á altari úreltrar áfengisstefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband