16.10.2011 | 20:51
Öfug byggðarstefna!
Látlaus frétt í sjónvarpinu eitt kvöldið, það var verið að lesta bíl með pökkum sem innihéldu getnaðarlimi hinna ýmsu skepna sem fara áttu frá Húsavík til Reykjavíkur. Lítil látlaus frétt en einkar táknræn. Þarna var verið að svipta þetta litla byggðarlag getnaðarlimum sínum eins og það ætti ekki fyrir höndum að stækka, vaxa og dafna. Reyndar geta húsvíkingar dálítið kennt sjálfum sér um, þeir höfðu engan dug í sér til að öngla saman þeim peningum sem til þurfti til að kaupa mætti reðursafnið og koma í veg fyrir að það færi í burtu. Svo þversagnakennt sem það virðis þá vilja húsvíkingar ekki selja örlítið af rafmagninu sínu til innfyrirtækis á Akureyri á sama landssvæði, líklega verða þeir miklu viljugri ef þeir eru beðnir að redda álverinu í Helguvík og þarna er komið að stóra vandanum í byggðarmálum hér á Íslandi. Hinu gífurlega snobbi landsbyggðarmanna fyrir Reykjavík og öllu sem reykvískt er. Landsbyggðin er sjálfum sér sundurþykk illa haldin af hrepparíg og smásálarskap, menn hugsa yfirleitt ekki lengra en út fyrir eigin sveitafélag og er alveg fyrirmunað að hugsa á svæðis grundvelli. En allir eru nú sammála um að eyða þjóðarauðnum í milljarða hróatildur í Reykjavík saman ber Hörpu eða nýja fína Landspítalann sem reisa á yfir riðguð ónýt tæki og fólk sem læðist þar um eins og vofur innan um sjúklinga jafnveika og fyrr, sem fá aðeins fínni umgerð utan um dauðann. Ekki að furða þó að þeir hjá Evrópusambandinu álíti að byggðarmálin verði hvað erfiðust í komandi aðildarviðræðum og þegar að öllu er á botninn hvolft að þá er ekki svo undarlegt að aðildin að Evrópusambandinu mæti meiri andstöðu á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu því er nefnilega þannig varið að það er landsbyggðin sem mun hagnast á aðild að sambandinu en ekki höfuðborgarsvæðið að því tilskildu að hér verði ekki lengur rekin öfug byggðarstefna heldur byggðarstefna sem er nútímaleg og rekin í þágu byggðanna en ekki þingmanna og kjördæmapotara sem þegar allt kemur til alls gagnast aðeins Reykjavík.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.