Heilög sifjaspell

Ríkisútvarpið hefur verið undirlagt af heilögum sifjaspellum núna síðustu dagana. Tilefnið er bók sú sem fyrrum starfsmaður þess Elín Hirst hefur skráð um meint kynferðisbrot Ólafs biskups Skúlasonar gegn dóttur sinni. Nú eru það engar nýjar fréttir að biskupinn hafi stundað þessa iðju en það sem ef til vill kemur fram í bók þessari er að brot hans hafi verið enn grófari og óviðfelldnari en menn hafi hingað til haldið og einnig virðast fleiri hafa brugðist en áður var talið. Kirkjan auðvitað með þöggun sinni til að forðast hneyksli en einnig margir aðrir svo sem áfengisráðgjafarnir á Vogi sem ekki virðast hafa gert neina tilraun til að athuga af hverju áfengismisnotkun Guðrúnar stafaði. Þá er hlutur Kalla okkar biskups nokkuð óljós, hann virðist að minnsta kosti hafa átt auðvelt með að gleyma áríðandi bréfum, kannski af ásettu ráði. Einnig honum hefur verið umhugað um að forðast hneyksli.

Í sambandi við umfjöllum Ríkisútvarpsins vekur það nokkra athygli að það skuli einmitt hafa verið Elín Hirst sem skráði þessa sögu. Einnig hitt að viðtalið við Guðrúnu var sýnt á besta sýningartíma á sunnudagskvöldi, á nákvæmlega sama tíma og samkeppnisaðilinn var að frumsýna fyrsta þátt í nýrri seríu frá aðstandendum hinna geysivinsælu Vaktaþátta. Sé það rétt að samkeppnissjónarmið hafi haft eitthvað með þessa tímasetningu að gera er hér um stór alvarlegan hlut að ræða..... misnotkun á skelfilegum, persónulegum harmleik í hagnaðarskyni fyrir fjölmiðla og fyrrverandi starfsmenn hans.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband