Stķgum ķ vęnginn

Félagi Lenķn var einkar framsżnn mašur. Ķ byrjun žrišja įratugarins var hann aš funda meš einhverjum ķ Moskvu og benti žar į Ķsland į landakorti og lét žau orš falla aš žetta land yrši mikilvęgt hernašarlega innan skamms tķma vegna legu žess. Um žetta fjallar Žór Whitehead ķ nżrri bók sinni Sovét-Ķsland sem er einkar athyglisverš žó svo aš sjįlfsagt megi deila um żmislegt ķ sagnfręši bókarinnar enda hśn lituš af fremur öfgafullum skošunum höfundar. Eitthvaš er žó örugglega af sagnfręši žarna innan um og lķklega er rétt fariš meš žennan įhuga Lenķns į Ķslandi.

Hann var fyrsti mašurinn sem fékk žennan įhuga en ekki sį sķšasti eins og sķšar kom ķ ljós žegar Bretar töldu žaš naušsynlegt aš hernema Ķsland mešfram til aš rįša yfir Noršurhöfum vegna siglinga milli austurs og vesturs. Og žetta mikilvęgi Ķslands var enn til stašar ķ Kalda strķšinu og allt ķ einu vorum viš farin aš hafa vit į žvķ aš spila į žetta. Lķkur benda til žess aš Bandarķkin hafi meš leynd żtt okkur śt ķ aš stinga Dani meš rżtingi ķ bakiš įriš 1944 og eftir strķšiš drógu Bandarķkjamenn okkur inn ķ NATO og byggšu hér upp herstöš. Rošinn ķ austri skelfdi.

En landhelgisdeilur okkar viš Breta geršu žaš aš verkum aš viš hófum nįna samvinnu viš Rśssa og mikil višskipti. Viš seldum žeim akureyskar ullarvörur fyrir olķu, reyndar einnig bķla, vinnuvélar og fleira. Og Bandarķkin, til aš hafa okkur góš, jusu ķ okkur dollurum sem aš vķsu fóru ekki svo mikiš ķ atvinnuuppbyggingu heldur runnu ķ vasa nokkurra fjölskyldna ķ Reykjavķk og Rśssagróšinn fór ķ Sambandsveldiš ķ Reykjavķk. Žannig aš landiš var į mörgum svišum mjög vanžróaš žegar žaš opnašist endanlega fyrir alžjóšavišskiptum įriš 1994 en žį hurfu helmingaskiptaveldin eins og dögg fyrir sólu. Ķsland var ekki lengur eins hernašarlega mikilvęgt og gat žvķ ekki lengur leikiš žann leik aš stķga ķ vęnginn.

Nś er aftur į móti aš renna upp sį tķmi aš viš getum fariš aš leika žessa jafnvęgislist aftur. Kķna er mętt į svęšiš og er žegar aš reyna aš seilast til įhrifa į Noršausturlandi. Aušvitaš eigum viš aš stķga ķ vęnginn viš žį en viš eigum ekkert aš vera aš leyna žvķ ķ Brussel og gerum žaš sennilega ekki žvķ allt ķ einu er Evrópusambandiš oršiš undarlega samningalipurt. Žaš er sennilega best aš viš nżtum okkur žetta, stķgum ķ vęnginn viš bįša og reynum aš hagnast į žvķ. Žvķ mišur er žaš stašreynd aš ķslenska lżšveldiš byggir aš miklu leyti į fjöllyndi, žvķ skyldi žvķ ekki vera haldiš įfram.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband