4.9.2011 | 20:56
Enn af dularfulla Kínverjanum
Dularfulli Kínverjinn okkar hefur enn og aftur verið mikið í fréttum fjölmiðla þessa síðustu daga. Menn skiptast á skoðunum um fyrirætlanir hans hvort hann ætli að fylla Norðurland af litlum, gulum þrælum eða hvort hann ætli barasta að kaupa sér land sem enginn fær aðgang að nema hann eigi sand af peningum. Sjálfsagt vilja flestir íbúar Norðausturlands fá þessa innspýtingu í atvinnulíf svæðisins en eðlilega er nú nokkurt hik á honum af því að hann athugaði ekki að fá leyfi hjá Kommúnistaflokknum sínum til að gera þetta. Og þeir hjá kínverska sendiráðinu hafa verið búnir að heyra eitthvað af tuðinu hjá innanríkisráðherra og ályktað sem svo að það lýsti þjóðarvilja enda ekki til siðs í Kína að þjóðin hafi aðrar skoðanir en ráðamenn. Nú vissulega áttu allir að vita að þessi maður þyrfti leyfi Kommúnistaflokksins til að leggja í þessa fjárfestingu, enginn verður ríkur í Kína án leyfis Flokksins þó hins vegar sé nú kominn fram þar allfjölmenn yfirstétt og kommúnisminn í raun ekkert orðinn annað en ríkistrúarbrögð eins og þau gerast alltaf hvort sem þau heita islam eða Maoismi. Trúarbrögð og stjórnmál eru hættuleg blanda hvar sem er. Við verðum að taka dularfulla Kínverjanum af fullri varúð og gera honum ljóst að hyggist hann til dæmis koma hér með kínverskt vinnuafl verður það að njóta fulls launajafnréttis og fullra mannréttinda á við innfædda. Hann verður að skilja það að hér er enginn vilji til að koma á einhvers konar alþýðulýðveldi norðursins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.