Úr flokki í flokk

Menn brugðu sér í smávegis pólitískan harmonikkuleik nú um helgina. Guðmundur Steingrímsson lék fyrir dansi og brá sér svona rétt einu sinni flokk úr flokki eða öllu heldur úr flokki í einleik svona fyrsta kastið en boðar stofnun nýs flokks á næstunni. Þessi nýi flokkur á að vera svolítið frjálslyndur eins og gamla framsókn og halda hinu græna ívafi hans en bæta við Evrópustefnu samfylkingarinnar og einhverju af markaðskapítalisma sjálfstæðisflokksins. Vera má að einhver eftirspurn sé eftir svona flokki, menn hafa talað um eitthvert gat á miðju stjórnmálanna..... það vanti flokk fyrir miðjusækna Evrópusinna sem eru ekki alveg jafnaðarmenn. Auk þess kann þessi flokkur að geta náð í eitthvað óánægjufylgi af ýmsu tagi og fengið þannig hugsanlega nóg fylgi til að samfylkingin geti skipt þeim inná fyrir vinstri græna og þar með haldið Evrópudraumnum lifandi meðan allt er í biðstöðu í Evrópu.

Spurningin um þetta flokkaflakk Guðmundar og annarra er einnig um það hvort þetta sé siðlegt gagnvart kjósendum, hvort maður sé fulltrúi sjálfs síns eða flokksins í kosningum. Ef til vill eru hugmyndir um aukið persónukjör til þess fallnar að leysa þetta vandamál en persónukjör getur hins vegar einnig haft það í för með sér að kosningar fari að snúast um persónur og útlit jafnvel meira en um menn og málefni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara fjandi góð færsla hjá þér Reynir.  Sammála henni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband