Hriktir í Hofinu

Það hriktir svolítið í Hofinu okkar þessa dagana. Sem kunnugt er þá hafa bæjarbúar tekið því með fögnuði og aðsókn að viðburðum yfirleitt farið fram úr björtustu vonum. Samt virðast menn þar vera eitthvað blankir því nú hefur allt í einu verið gripið til þess ráðs að selja aðgang að hjólastólastæðum sem eru aftast í salnum. Þarna heggur sá sem hlífa skyldi því auk þess sem fólk í hjólastólum þarf nú að greiða fyrir aðgöngumiða sína þá þarf margt af því að greiða líka fyrir fylgdarmann . Varla er hægt að sjá að þessir aurar sem þarna fást geri eitthvað útslag í sambandi við rekstur Hofsins en hugsanlega er þarna um einhvers konar sanngirnismál að ræða..... það er jú svo óskaplega mikill lúxus að vera fatlaður að það sé nú ekki verið að veita afslátt út á slíkt.

Þá má nefna annað sem orkar svolítið tvímælis hjá þeim í Hofinu en það eru fyrirhugaðir tónleikar Björgvins Halldórssonar. Björgvin er nú orðinn sextugur og þessir tónleikar haldnir af því tilefni. Mjög fljótt varð uppselt á tónleikana og því ákveðið að efna til aukatónleika en þeir einhverra hluta vegna hafðir fyrr um daginn. Hætt er því við að þeir tónleikar sem fyrst voru auglýstir verði ef til vill ekki af þeim gæðaflokki sem ætla mætti einfaldlega þar sem söngvarinn hefur hugsanlega ekki úthald. Því hefði verið mun skynsamlegra að hafa seinni tónleikana daginn eftir. Spyrja má hvort þeir tónleikar sem haldnir verða síðar um kvöldið verði ekki vörusvik ef eitthvað lætur undan.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband