Brauð og leikir

Það verður aldrei af honum Jóni Gnarr skafið að hann er duglegur við að skipuleggja alls kyns brauð og leiki fyrir íbúa borgarinnar. Hvers kyns hátíðir reka hver aðra hvort sem það eru kvikmyndahátíðir, djasshátíðir, blúshátíðir..... nefndu það og hámarkið var svo í gærkvöldi. Eina nóttin á árinu sem að mestu gengur yfir að deginum. Menn byrja á að hlaupa maraþon, borða á veitingahúsum, kíkja á alls kyns skipulagða og óskipulagða viðburði áður en þeir safnast saman í miðborginni að fylgjast með tónleikum sem raunar enginn tekur eftir. Líklega hefur jafnvel enginn heyrt gólið í Bubba Morthens sem löngu er útbrunninn og ekki hefur samið almennilegan texta síðan hann kom úr meðferð. Diddú flutti nokkur hjartnæm orð og síðan var kveikt á dýrasta og fullkomnasta lampaskermi í heimi. Hvílík vonbrigði..... ekki var meira ljós á lampanum en einhver smá glampi út um rifur sem erfitt var að greina. Skítt með það..... þetta er list og þess vegna hlýtur það að vera fínt og dýrt, sannur sómi höfuðborgar landsins..... enda á sönn menning helst ekki að skiljast. Og svo kom miðnætti og þá byrjaði hin sanna íslenska menningarnótt. Sjö líkamsárásir, einhverjir í steininum og allir fullir..... þó minni læti en undanfarin ár. Spurningin er sú hvort Íslendingum sé eitthvað farið að förlast í menningarvitundinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband