Gjaldþrot séreignarstefnu

Íslendingar eru landnámsþjóð. Afkomendur norskra ribbalda, smákonunga sem sóttu sér írskar prinsessur til fylgilags. Hinn konungborni uppruni þjóðarinnar hefur all mjög útvatnast gegnum aldirnar en um hann má þó ennþá sjá nokkur merki. Eitt þessarra merkja er sú séreignarstefna sem hér hefur verið í húsnæðismálum, raunar allt frá landnámi til þessa dags. Það hefur þótt ómennska hin mesta og aumingjaskap að legja húsnæði, menn hafa viljað vera konungar í sínu ranni þótt torfkofi væri. Bjartur í sumarhúsum hefur gengið um allar sveitir en nú hyllir undir að þetta sé að ganga sér til húðar. Menn eru farnir að eyða lunganum af ævinni í að borga af lánum til húsnæðiskaupa sem alltaf fara hækkandi eftir því sem meira er borgað af þeim. Um 1980 fóru menn úr þeim öfgum að láta sparifjáreigendur taka allann skellinn af verðbólgunni út í öfgarnar í hina áttina að láta skuldara taka skellinn. Og stóra skissan var þegar verðtryggingu var kippt af launum en ekki fjárskuldbindingum þannig að misgengi myndaðist. Til að bæta gráu ofan á svart var farið að verðtryggja höfuðstólinn líka sem er á mörkum þess að vera löglegt. Óréttlætið í kerfinu er að laun lækka, til dæmis við gengislækkun en fjárskuldbindingarnar halda sínu upphaflega verðgildi. Þetta hefur skapað hin svokallaða skuldavanda heimilanna. Með öðrum orðum í raun það sem kalla má gjaldþrot séreignarstefnunnar. Við Íslendingar þurfum nú að fara að gera okkur ljóst að við getum ekki lengur hagað okkur eins og litlir smákonungar. Við verðum að afnema séreignarstefnuna, versta vandamálið í efnahagsmálum þjóðarinnar í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband