15.8.2011 | 15:22
Nýtt blað
Nýtt blað er hlaupið af stokkunum hér á bæ. Ritstjóti þess er Björn nokkur Þorláksson sá sem missti starf sitt sem fréttaritari stöðvar 2 þegar þair fengu sparnaðaræði þar og ákváðu að byrja á landsbyggðinni. Sem kunnugt er fylgdi svo Rúv í kjölfarið en fyrsta og stærsta sparnaðaraðgerð þeirra var að loka svæðisstöðvunum þó þeir höfðu ekki til þess neina lagaheimild. Palli er einn í heiminum og honum varðar ekkert um lög þegar sparnaður er annarssvegar. Í hinu nýja blaði er réttilega bent á þann hrikalega samdrátt sem orðið hefur í staðbundinni fjölmiðlun hér á Akureyri. Þó svo að svæðisútvarpið hér hafi verið vel sjálfbært, hlaut það að hætta þar sem gæta varð jafnræðis meðal allra byggði nema Reykjavíkur og einkamiðlarinir voru ekkert betri. Allt þetta er þó aðeins sýnileiki þess hversu mjög hefur aukist metnaðarleysi og dugleysi Akureyringa, að geta ekki staðið að myndarlegri og vandaðri fjölmiðlun á landsvísu. Vonandi er þetta nýja blað sem braskarinn Ámundi stendur að, vísir að nýjum ferskleika í Akureyskri fjölmiðlun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.