15.8.2011 | 15:10
Kópavogsborg
Einhver ágætur Kópavogsbúi kom í sjónvarpið í gærkvöldi og ræddi þá hugmynd að Kópavogur yrði ekki lengur bær, heldur gerðist borg með öllu sem því tilheyrir. Í viðtalinu kom fram að eiginlega fylgdu þessu svo sem engin réttindi önnur en þau að bera þetta nafn Kópavogsborg sem er auðvitað fínna en bara Kópavogsbær. Á honum var að heyra að þetta væri ekkert mál en það er eins og mig rámi í það að Reykjavík hafi einokun á borgarnafinu samkvæmt sveitastjórnarlögum. Og hugsanlega er hún eini bærinn á Íslandi sem getur borið þennan titil með réttu, þó það sé sjálfsagt óþarfi að binda þau réttindi í lög. Allavegana er það dálítið vafasamt að kalla Kópavog frekar borg en önnur sveitafélög, eða hverfi sem ekki eru sveitafélög eins og Grafarvogur, Grafarholt Breiðholt og jafnvel Árbær. En þau hafa í raun að bera allt það sem fyrirfinna má í Kópavogi, nema auðvitað Salinn og Óperuna sem Gunnar Birgisson fékk aldrei að byggja. Svo er það líka spurninginn, hvað er það sem príða má eitt stykki borg? Er það Íbúafjöldinn, fjölbreytni atvinnulífs, stjórnsýsla hlutverk sem þjónustumiðstöð og ýmislegt annað. Í öðrum tungumálum eru ekki skýr mörk milli bæja og borga og oft hefðin sem ræður því hvort staður kallast bær eða borg þó sjaldan sé talað um París, Kaupmannahöfn eða London sem bæji og sjaldan sé talað um sveitarþorp sem borgir. Oftast virðist þó það vera kallað bæjir sem eru með þetta tíu til tuttugu þúsund íbúa og farið að tala um litlar borgir þegar íbúar ná um tuttugu þúsundum. Ef þessri skilgreiningu er haldið á Íslandi er lítið um borgir, jafnvel Akureyri á ennþá svolítið í land með að ná þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.