9.8.2011 | 20:37
Hraustasta konan
Íslendingar hafa átt sterkasta mann í heimi, fallegustu konu í heimi og nú síðast bættist hraustasta kona í heimi í þennan hóp. Fyrir að ná þessum titli hlaut hún í verðlaun 29 milljónir króna, verðlaunafé fyrir íþrótt sem er þó eiginlega ekki íþrótt. En hér kemur babb í bátinn. Samkvæmt gjaldeyrislögum þá má stúlkan ekki eiga dollarana sína heldur verður hún að skila þeim í bankann sinn heima og þá er skattmann mættur og tekur sitt. Hér er um að ræða galla í lögum eins og oft vill verða. Lögin eru svo ósveigjanleg að þau gera aldrei ráð fyrir svona jaðartilvikum. Svona verðlaun eru alltaf skattlögð hvort sem þau eru fyrir íþróttaafrek, menningu eða eitthvað því um líkt. Það er reyndar fleira sem er svolítið skrítið í skattamálum. Þannig sætir furðu að framfærslustyrkir sveitafélaga skuli vera skattlagðir eða til dæmis styrkir sem sveitafélög veita fötluðum til tækjakaupa. Ýmsa fleiri skondna hluti má eflaust finna í skattakerfinu. Það sem verður að gera er að setja lög eða reglur um að svona óvæntir hlutir eins og verðlaun, styrkir og fleira þess háttar verði undanþegið gjaldeyrislögum og skatti. Jafnvel mætti athuga hvort til dæmis ekki mætti afnema skatt á til dæmis tekjutryggingu almannatrygginga. Það er nú með þetta eins og svo margt annað, blessaðir þingmennirnir okkar sjá ekki trén fyrir skóginum, sjá ekki þá staðreynd að skógurinn minnkar ekki mikið þó nokkur tré séu felld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.