Kreppa misréttis

Margt bendir til að önnur heimskreppa, hálfu verri en sú fyrri, sé jafnvel að líta dagsins ljós. Hlutabréfavísitölur falla, ríki geta ekki borgað skuldir og jafnvel aumingja Sámur frændi er lasinn. Margir spurja sig hvort þetta séu endalok markaðshagkerfissins. Eftir að kommúnisminn féll trúðu margir því að markaðshagkerfið væri hið eina rétta og það var notað sem einhver trúarbrögð við stjórnarríkin. En eins og kommúnisminn þá er líklega þetta markaðshagkerfi útópía, eiginlega af sömu ástæðu og kommúnisminn. Kerfið byggir á því sama í grunninn, það er að segja, mannlegri eigingirni. Bæði kerfin hafa  að leiðarljósi jöfnun lífskjara, en í rauninni geta þau hvorugt þrifist vegna þess að þau byggja bæði, á ólíkan hátt þó, á misrétti. Sú kreppa sem við í dag erum að upplifa á sér líklega upptök sín í því að með thatcherismanum í Bretlandi var innleidd þvílík misskipting að hún gat ekki til lengdar staðist og af því súpum við seiðið með óeirðunum í London. Svo nærri er gengið að hinum fátæku í baráttu við að halda jafnvægi í ríkisfjármununum að það gengur ekki legnur upp. Þetta hlítur að valda félagslegum óróa á einn eða annan hátt. Við þurfum varla að nefna Ísland í þessu sambanadi, landið er í raun gjaldþrota og líklega ekki hægt að bjarga því út úr vandamálum nema ef til vill með því að strika út allar skuldir þjóðarinnar annaðhvort með því að láta bankanna afskrifa þær beint eða með því að setja verðtryggingu á laun eða afnema alla verðtryggingu þannig að skuldirnar þurrkist út í óðaverðbólgu. Ef við gerum þetta ekki er sjálfsagt bara best að segja sig til sveitar í Noregi. Stór hluti þjóðarinnar er hvort sem er flúin þangað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband