Heimskreppa og hungur

Rás 2 "grillar innan í mér" meðan börnin deyja úr hungri í Sómalíu og Kenýa og hlutabréfamarkaðirnir í heiminum skjálfa.  Bandaríkin næstum farin á hausinn og Evrópa að liðast í sundur, alveg að kikna undan skuldabagganum. Evran er að leysast upp meðan lambakjötið er ekki til í búðum, búið að gefa það feitum Ameríkönum og Evrópumönnum. Íslenskir skattgreiðendur eru örlátir.

Einhvern veginn er erfitt að finna samhengi í öllu þessu. Við vitum að Vesturlandabúar eru ofaldir en Afríkubúar ekki. Ekki aðeins vegna þurrka eða spilltrar óstjórnar að viðbættum Múslimum sem heldur vilja fólkið undir Sharialögum þótt dautt sé, þá virðist eitthvað ekki alveg ganga upp í markaðshagkerfinu okkar. Það er eins og það geti hreinlega ekki gengið nema einhverjir séu ofaldir og einhverjir líði skort. Og eitthvað hlýtur að vera að þegar sjálf Bandaríkin ramba á barmi gjaldþrots, ekki er þar um að kenna ofþróuðu félagslegu kerfi sem mikil tíska er að kenna öllu um. Skýringanna er líklega að leita í því að menn hafi misst stjórn á þessu kerfi, það sé farið að stjórna þjóðfélaginu líkt og kirkjan á miðöldum.

Markaðskapítalisminn mun sennilega alltaf valda reglulegum heimskreppum og hann mun sennilega líka alltaf valda hungursneyðum reglulega í þriðja heiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband