3.8.2011 | 20:23
Ný samgönguhugsun
Þá er þessi blessaða verslunarmannahelgi liðin og fastir liðir eins og venjulega, fjölmiðlarnir í eyjum þó fólkið væri ef til vill annarrstaðar og brekkugaulinu hans Árna Jónssen gerð venjuleg skil. Eitt er það þó sem nokkra athygli vekur, færri voru á þjóðhátíð en undanfarin ár en þeir voru hvergi annarrstaðar sjáanlegir. Það var ekkert óvenju mikið fleria á öðrum hátíðum. Á þessu er vafalaust ímstar skíringar þó ein sé auðvitað nærtækust, hið himinháa bensínverð. Flestir eru sammála um að þetta háa bensínverð sé líklega komið til að vera, einfaldlega vegna þess að olíulindir heimsins fara þverrandi og því munu framleiðendur freistast til að halda veðinu háu, auk þess sem hinir alþjóðlegu olíuauðhringir munu gera sitt til að þrýsta verðinu upp. Þessi staðreynd kallar á alveg nýja hugsun í samgöngumálum. Ekki virðist lengur sérlega hagkvæmt að leggja til dæmis í stórar og dýrar framkvæmdir til þess að sumarbústaðareigendur í Reykjavík komist 2 mínútum fyrr en þeir ætla í bústaði sína í Biskupstungum eða Ölfusi. Í dag þarf fyrst og fremst að leggja peninga í framkvæmdir sem stytta vegaleingdir, til dæmis verður að ráðast í það að stytta hringveginn eins og mögulegt er. Þá verður að hefja skipulega áætlun um það hvernig skipta megi út jarðefnaeldsneyti fyrir eldsneyti sem við getum sjálf framleitt. Þar eru möguleikarnir mjög mikilir. Nota má rafmagn, metangas, rejuolíu og jafvel vetni til að knýja ökutæki okkar og jafnvel útríma bensíni að mestu á einhverju árabili og standa vonandi olíufélögin ekki gegn slíkri þróun sakir einhverra stundarhagsmuna. En á næstu árum má gera ráð fyrir því að úr umferð dragi svo kaldhæðnislegt sem það nú er þá er hið háa bensínverð líklega besta forvörnin sem hugsast getur í umferðarmálum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.