29.7.2011 | 15:13
Oflög
Ein með öllu er að bresta á en hún er ekki með öllu að þessu sinni. Í hana vantar múffukökurnar sem átti að selja til ágóða fyrir barnadeild FSA. Og af hverju? Þeir hjá heilbrigðiseftilitinu ráku allt í einu augun í einhverja klausu í matvælalöggjöf evrópusambandisnis sem segir að ekki megi selja kökur úr óvottuðum eldhúsum. Hér var allt í einu mikil hætta á ferð! það varð að grípa til þess að stöðva söluna hjá mömmunum áður en þær eitruðu fyrir bæjarbúum og gestum bæjarins. Þessi hætta er búin að vofa yfir í marga áratugi, ótaldir eru þeir kökubasarar sem hin ýmsu góðgerðarfélög hafa staðið fyrir í marga áratugi og aldrei hafa heyrst fréttir um matareitranir. Matareitranir koma yfirleitt fram í stórum eldhúsum á veitingastöðum. Þetta atvik um mömmu múffurnar er dæmi um það sem kalla mæti oflög en það eru lög sem snúast á einhvern hátt upp í andhverfu sína eða eru tóm vittleysa, séu þau tekin bókstaflega. Tvö önnur dæmi um þetta má nefna. Annað er það að allt í einu uppgvötuðu menn einhverja evrópureglugerð sem segðu að ungmenni undir 18 ára aldri væru í miklu meiri hættu en aðrir í frystihúsum en eins og flestir vita er víða pottur brotinn í frystihúsum hvað varðar vinnuvernd almennt. Og enn eitt fáránlegt dæmi um þetta heyrði maður um í dag þegar frétt barst um sundkennara á eftirlaunum sem vildi fara með fjögur barnabörn sín í sund, en mátti ekki vera nema með tvö, samkvæmt reglum. Hið hlægilega er að ef viðkomandi hefði verði foreldri eða forráðamaður barnsins hefði ekkert verið sagt, jafvel þótt sá aðlili kynni ekki sundtökin. Einnig er fáránlegt að margir sem vilja fara bókstaflega eftir evrópureglum, hvort sem þær eigi við hér á landi eður ei eru svarnir andstæðingar þess að Ísland gangi í evrópusambandið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.