Kreppuheilsa

Stúlka ein var að spóka sig á sprengisandi Bylgjunnar í morgunn og fjalla um svokallaða heilsuhagfræði. Nú hélt maður eiginlega að þessar raddir um heilsuhagfræði hefðu þagnað í byrjun kreppunnar þar sem ljóst er að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini. ein kenning sem stúlkukindin setti fram hljóðar eitthvað í þá átt að kreppan stuðli að bættri líkamlegri heilsu og styuður hún þetta með niðurstöðum úr einhverjum rannsóknum frá útlöndum. Samkvæmt þessarri kenningu stafar hin bætta líkamlega heilsa að því að nú hefur lýðurinn ekki lengur efni á neinu óhófi eins og óhollum mat, ofneyslu áfengis eða reykingum. Gott og vel, það kanna að vera að neysla þessarra hluta minnki en neysla á hollustu eins og ávöstum og grænmeti hlítur einnig að minnka þar sem fólk hefur minna milli handanna til að keupa þessa dýru vöru. Auk þess sem til að mynda atvinnuleysi er alltaf uppspretta margra félagslegra vandamála. Þannig er næsta víst að aukning hefur orðið á geðsjúkdómum, ofdrykkju og heimilisofbeldi sem alltaf fylgir atvinnuleysi. Þá skulum við nefna tannheilsuna, samhengið milli efnahags og tannheilsu er sláandi og aumingjas stúlkan æti áður en hún gleypir tölurnar frá útlöndum að taka sér tak og labba niður á hjálparstofnun fyrir jólin og sjá þar fólkið sem kemur þangað niðurlútt að sækja sér þar þá hjálp sem samfélagið annaðhvort hefur ekki efni á að veita eða þá tímir því ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband