Blóðský yfir Noregi

Blóðský hangir yfir Noregi. Okkur setur öll hljóða þegar við heyrum hin válegu tíðindi úr landi frænda okkar. Ekkert land stendur okkur nær og engin þjóð er okkur kærari. Við eigum svo bágt með að skilja að svona atburðir gerist þarna en þeir vekja okkur líka til umhugsunar. Ef svona atburður getur gerst í Noregi, gæti ekki svona nokkuð jafnvel átt sér stað hér á landi? Kristnir hægri öfgamenn hafa ekki verið mjög áberandi hér á landi en ef menn horfa til dæmis á Omega þá má af og til sjá þar efni sem virðist mengað af þessari hugmyndafræði, efni sem að mestu leiti er komið frá Bandaríkjunum, stöku sinnum með viðkomu í Ísrael eða annarsstaðar. Öll getum við verið sammála um að fordæma blóðum hryðjverk íslamskra öfgasinna en þeir menn sem gera það í nafni kristins haturs og fordóma eru lítið betri. Víst er að líklega hefði þessi norski brjálæðingur orðið einhver Osama Bin Laden, hefði hann fæðst í austurlöndum og alist upp við íslamskan heilaþvott. Sú spurning hlítur að vakna hvort að ofneysla á trúarbrögðum sé ekki jafn hættuleg eða hættulegri en ofneysla áfengis eða fíkniefna. Hvort ekki þurfi að fara að stofna einskonar samtök áhugafólks um trúarbragðavandamálið. Við vitum aldrei hvenar einhver tekur boðskapinn á Omega alvarlega og ákveður að ganga út og skjóta nokkra trúvillinga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugvekja.

Má til með að benda þér á að það eru til "einskonar samtök áhugafólks um trúarbragðavandamálið" og þessi samtök heitir Vantrú (www.vantru.is).

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband