Fyrir alla fjölskylduna

Rofni hringvegurinn síðdegis. Yfir heiðina brunar japanski grái skutbíllinn. Pabbi situr keikur við stírið og mamma álút með kortabókina við hlið hans, Siggi og Solla í aftursætinu. Pabbi dæsir, þarf líklega að taka bensín rétt bráðum, þegar við komum niður af heiðinni. Þar er N1 sjoppa. Krakkar, þið getið fengið stimpil í vegabréfið. En Solla segir ólundarlega, er ekki Olís stöð svolítið lengra. Þar er miklu betri vegabréflleikur og svo er líka Olís vinur við veginn. Æi krakkar mínir segir mamma, verið ekki að þrasa um þetta. Það er ekki langt í næsta tjaldstæði handa fjölskyldunni... ég sá það á netinu í gær.

Þetta gæti verið nokkuð raunsæ mynd af hinni venjulegu sumarleyfisferð Reykvísku kjarnafjölskyldunnar. Leiðin liggur frá sjoppu að tjaldstæði og þaðan að næstu sjoppu daginn eftir stoppað ef til vill á einhverri fjölskylduhátíðinni sem auglýst er í gegnum bílaútvarpið. Nema hvað nú um stundir er ekki hægt að komast allan hringinn, enda heimurinn að farast út af því. Og af þessarri tegund ferðamennsku miðast öll þjónustavið innlenda ferðamenn. Pabbi, mamma, börn og bíll. Það viriðst vera eini hópurinn sem ferðast á Íslandi í dag. Ferðaþjónustan gerir ekki ráð fyrir öðrum tegundum Íslendinga. Ekki ungu skólafólki, hvað þá fötluðum eða öldruðum. Í fjölmiðlum glymur þessi eilífa tugga, fyrir fjölskylduna. Allann frumleika vantar. Sem dæmi skal tekið að ekki virðist ætlast til þess að fatlaðir ferðist. Ég kom um daginn að Skútustöðum í Mývatnssveit og spurði eftir fatlaðraklósetti og kona benti mér á það. Jú gott og vel, þarna var fatlaðraklósett en ekkert aðgengi var þar fyrir fatlaða og víða í Mývatnssveit er aðgengi fyrir fatlaða mjög ábótavant. Þarna virðist bara vera hugsað um ríku útlendinganna, jú og alla fjölskylduna. Hér þarf nýjan hugsunarhátt. Gera þarf Ísland aðgengilegt fyrir alla, ekki bara fyrir alla fjölskylduna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband