13.7.2011 | 20:37
Fatlað sjónvarp
Í okkar ágæta Rúv hafa að undanförnu byrst dálítið undarlegir þættir um málefni fatlaðra sem ég held að séu runnir undan rifjum þroskahjálpar eða einhverra slíkra samtaka. Enda virðast umsjónarmenn þeirra flestir vera þroskaheftir en tala við fólk sem sýnir þeim svipaða framkomu og margir fullorðnir sýna börnum og reyndar er umfjöllunin um málefni fatlaðra svolítið yfirborðskennd. Í einum þættinum var þannig fjallað um spurningunna hvort fatlaðir gætu tekið bílpróf og einhver svaraði því í fögrum tón að það gætu sumir fatlaðir tekið bílpróf en ekki aðrir. Þarna vantaði alla umfjöllun um bílamál fatlaðra, meðal annars stöðu fatlaðra sem gætu ekið bíl eða ekki, bílastæðismál fatlarða og ýmislegt því um líkt. Þess í stað var allt í einu farið að fjalla um kórsöng og magadans, hvað sem það kemur fötluðum sérstaklega við. Hér er ekki verið að fjalla um þroskahefta með fordómum, aðeins verið að benda á að það eru ekki allir fatlaðir þroskaheftir og til þess að fjalla um mál þeirra þarf fólk að hafa bæði reynslu og þekkingu. Það getur aftur á móti aukið almenna fordóma gegn fötluðum að sýna þá í öðru ljósi en þeir raunverulega eru.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.