Bæjarhátíðir

Tími bæjarhátíða stendur nú sem hæst. Varla er til það krummaskuð á landinu að ekki séu haldnar þar hátíðir af einhverju tagi. Á yfirborðinu virðast þessar hátíðir nokkuð fjölbreyttar og gjarnan taka mið af einkennum staðanna en í grunninn eru þetta hátíðir ekkert ólíkar hver annarri. Hoppukastalar, andlitsmálun, gönguferðir og dýrir skemmtikraftar að sunnan einkenna þær og allar kallaðar fjölskylduhátíðir. Það er nýtt nafn á samkomum sem voru til staðar hér áður fyrr og hétu upphaflega Héraðsmót og síðan Bindindismót. Meðal annars hið fræga bindindismót í Vaglaskógi en hætt var að halda þau vegna þess að illar tungur sögðu að skógurinn væri allur út í holum sem menn hefðu grafið til að fela flöskuna sína í. En svo datt hræsnurum þessa lands að koma upp fjölskylduhátíðum og þessi stimpill var settur á allar bæjarhátíðir og hefur eðli þeirra ósköp lítið breyst. Sem dæmi um frumleika þessarra hátíða má nefna að á Akranesi voru nú á dögunum írskir daga svokallaðir þar sem auglýstir voru tónleikar GusGus og kökubararskeppni en ekki getur maður séð að neitt sérstaklega írskt sé við þetta. Á Hornafyrði spilaði að ég held Buffið. Hvað svo sem það hefur með humar að gera. En eitt hefur loðað við þessar bæjarhátíðir og útihátíðir amennt, það er sú goðsögn að þar sé mikið um nauðganir. Rétt er það, menn drekka ótæpilega og einstaka sinnum eru framin þar alfarleg kynferðisafbrot en lausnin á því er ekki þessi hugmynd barnaverndarbraga að flytja rannsókn allra meiriháttar kynferðisafbrota til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þessi hugmynd er móðgun við marga hæfa lögreglumenn á landsbyggðinni, má til dæmis nefna að hér á Akureyri er mjög faglega tekið á þesum málum og hér er sérstakur rannsóknarlögreglumaður sem sér um þessi mál. Bragi minn ætti að kynna sér svolítið betur það sem hann fjallar um. Þetta er þó bara dæmigerður höfuðborgarhroki manna sem mæta ef til vill á sínar fjölskylduhátíðir á landsbyggðinni til að drekka frá sér ráð og rænu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband