Búsáhaldabylting í útrás

Við vitum hvernig þetta fór hjá útrásarvíkingunum. Þeir herjuðu ókunn lönd, vopnaðir fjármagni og fyrirhyggju sem engin reyndist þegar til kom svo þeir urðu að skilja fjármagnið eftir á Tortolu og lippast þeim með lafandi skott. En eftir stóðu þeir sem búsáhöldin börðu og allt í einu, eininglega án þess að vita af því, er búsáhaldarbyltinginn orðin að útflutningsvöru. Hörður Torfa og allir hinir eru nú orðnir að stórstjörnum hjá unga fólkinu á Spáni sem hugsanlega hefur fengið sögurnar af búsáhaldarbyltingunni frá drukknum íslensum ferðamönnum svo afbökuð sem byltingin virðist vera orðin suður þar. Unga fólkið á Spáni hefur auðvitað enga hugmynd um hinn íslenska raunveruleika, þetta reddast hagkerfi, verðtrygginguna og kvótakerfið. Varla hafa þeir sem suður eftir fóru til að boða fagnaðarerindið, náð að skýra mikið út, skiljandi sennilega ekki allt of mikið sjálfir. Enda staðreyndin sú að búsáhaldarbyltingin át börnin sín nánast áður en hún byrjaði enda hafði hún enga hugmyndafræði eða raunverulega stefnu um að skapa nýtt þjóðfélag og hreinsa til. Nýja vínið var einfaldlega sett á gamla belgi eða þá gamla vínið var sett á nýja belgi. Útkoman er óbreytt ástand samber nýjustu héraðsdómanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband