Paradísarheimt

Mig dreymdi merkilegan draum um daginn, mér fannst ég vera að horfa á sjónvarp. Á skjánum var heiðblár himinn, skært sólskin sem merlaði á bláum sænum. Ung ljóshærð stúlka í grágrænni dragt stóð við borðstokk á skipi og var að syngja fallegt lag um mann sem sigldi fram hjá Akurey og út á Faxaflóa. Ég hugsaði sem svo að þarna væri kominn enn ein Reykjavíkurrómantíkin en svo fór ég að hlusta betur á textann og heyrði að hann fjallaði um aldinn sjómann á leið heim til sín eitthvað út á land eftir langa dvöl í Reykjavík. Mér datt í hug að það hliti að vera löng leið sem hann ferðaðist víst hann ferðaðist með strandferðarskipi. Sviðið breyttist allt í einu. Allt var þakið snjó, gamall maður og lotinn var að moka snjó frá hrörlegu kofaskrífli. Staðurinn var Vopnafjörður. Gamli maðurinn hafði öðlast sína paradísarheimt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband