19.6.2011 | 22:04
Hörpur og hof
Jafnræði er orð sem mikið er notað í pólitískri umræðu. Þannig var nú blessuð ríkistjórnin gerð aftureka með ákvæði í litla kvóta varðandi rétt sveitarfélaga til að útdeila kvótum í nafni jafnræðis. Var það talið jafnræði að spillingin væri öll saman komin í sjávarútvegsráðnuteytinu en ekki vítt og breitt hjá sveitarfélögum landsins. Ekki fer minna fyrir blessuðu jafnræðinu í mennta- og ekki síst menningarmálum. Svo háttar til að þjóðin hefur verið látin byggja upp ósköpin öll af menningarstofnunum í Reykjavík stundum kennd við 'Island, öðrum ekki. Sveitavargnum hefur svo boðist að njóta allrar fínu menningarinnar þarna gjarnan með því að greiða okurverð fyrir að komast þangað. Svo bar allt í einu við einn daginn að menntamálaráðherra einn í kosningahug ákvað að byggja nokkur menningarhús og drita þeim niður hingað og þangað um landið sem smá sárabót. Akureyringar tóku ráðherra á orðinu og sömdu við ráðuneytið um byggingu menningarhús en það hefur komið í ljós að full þörf var fyrir þetta blessulega hús eins og í rauninni vita mátti þegar á því er byrjað. 'A sama tíma byggðu menn svo Hörpuna sína í Reykjavík. Var upphaflega gert ráð fyrir fallegu og smekklegu húsi upp á þessa fjóra til fimm milljarða en svo komust Björgólfur og útrásarvíkingar í málið og þegar upp var kosið var þarna komin montbygging upp á 27 milljarða. Og hér komum við að kjarna málsins. Ríkið hyggst leggja til af skattfé almennings peninga í rekstur Hörpunnar svo fölsk sem hún er nú en vill ekki veita sambærilegt framlag til Hofs. Hér er að sjálfsögðu um forkastaleg vinnubrögð að ræða. Það var að frumkvæði ríkisins að Hof var byggt og því hefur ríkið siðferðislegar skyldur til þess að stuðla að rekstri þess engu síður en Hörpunnar. Og mikil óskaplega dauðyfli eru þingmenn þessa kjördæmis að standa ekki saman í þrýstingi á þetta réttlætismál.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.