Aftur til fortíðar

Það virðist vera mikil fortíðarhyggja í þjóðfélaginu þessa dagana. Menn draga fram tónlist frá því í gamla daga, sögur frá því í gamla daga, útvarpsupptökur frá því í gamla daga og nú segja sumir að verið sé að gera lögin eins og þau voru í gamla daga. Til að mynda lögin um stjórn fiskveiða. Í þessu sambandi er dálítið athyglisverð grein sem Þorsteinn Pálsson skrifaði nýlega í Fréttablaðið. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu að nýskipan fiskveiðistjórnunarkerfisins væri í raun ekkert annað en afturhvarf til gamalla stjórnarhátta áður en spillingin fór í útrás.

Þá var nú gaman..... þegar spillingin var bara til heimabrúks, sjóðasukkið á fullu. Vissulega man maður þá tíma þegar útgerðarmennirnir komu í betliferðirnar til Reykjavíkur. Þetta var jú alveg óskaplega atvinnuskapandi fyrir Reykvíkinga, meðal annars er það opinbert leyndarmál að í kringum þetta þreifst ákveðin tegund af vændi. Einkennilegt að Þorsteinn Pálsson, svo mikill Reykvíkingur, skuli ekki fagna þessu, svo mikil nýsköpun í atvinnumálum sem þarna er í farvatninu fyrir borgina. En maður verður að búast við því að flytjendur kvótafrumvarpsins geri ráðstafandir til að þetta sjóðasukk fari ekki af stað á ný.

Þá heyrir maður fréttir um að verið sé enn að herða á gjaldeyrishöftunum. Líklega mun þar brátt opnast ný spillingarleið og víst er að þessum spillingarleiðum mun fjölga eftir því sem við tökum fleiri skref í átt til einangrunar og afdalamennsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband