15.5.2011 | 20:32
Jafnræðisgoðsögnin
Goðsögnin um jafnræði er mjög rík í allri umræðu hér á landi og jafnræði er meira að segja hátíðlega varið í stjórnarskrá. En þegar við lítum nánar á málin kemur í ljós að sumir eru stundum jafnari en aðrir. Það sem einna fyrst stingur í augum er jafnræðið milli landshluta. Svo virðist sem þar gangi ríkið stundum á undan öðrum í að skipuleggja misrétti. Nefnum sem dæmi þetta með ókeypis tannlækningar handa börnum frá efnalitlum heimilum. Þar njóta börn á höfuðborgarsvæðinu meiri réttar því þó fargjöld séu greidd fyrir hin þá er röskunin fyrir þau umtalsvert meiri.
Þegar ríkisútvarpinu var gert að skera niður var það með fullu samþykki ráðamanna fyrst og fremst gert á kostnað landsbyggðarinnar. Og nú bætist við misréttið í menningarmálum þegar Harpan glymur yfir sveitavarginum svo honum er örugglega löngu orðið bumbult..... og allt í boði Björgólfsfeðga.
En misréttið er á fleiri sviðum. Fatlaðir njóta ekki réttar á við aðra og hvað með flóttamenn sem ekki fá hæli meðan glæpagengin þeysa um á mótorfákum sínum, skjótandi sjálfa sig og aðra án þess að löggan depli auga. Og að lokum; grey útgerðarmennirnir, þeir eru farnir að skæla af því að það á að taka af þeim kvótann og leyfa fleirum að fiska í vatninu sem við öll eigum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.