Kvótinn til fólksins

Þá er loksins að ljúka löngum og ströngum fæðingarhríðum kvótafrumvarpsins, en fæðing þess er næstum búin að valda móðurinni -það er ríkisstjórninni- dauða af barnsförum. Það virðast þó allir á yfirborðinu vera sammála að gera það sem gera þurfi það er að segja, að færa kvótann til fólksins og stöðva þessa ósvinnu að einstaklingar geti höndlað með það sem er í raun ekkert annað en þýfi: eign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. Sú lausn sem hér er boðuð virðist við fyrstu sýn nokkuð sanngjörn. Arðinum af þessari auðlind er skilað, að minnsta kosti að nokkru leiti, aftur til byggðanna eftir að útgerðarmenn hafa margir hverjir flutt hann í stórum stíl burtu til að fjárfesta í verslanahöllum, bankakofum og lúxusvillum í öðrum byggðarlögum. Vel má jafnvel hugsa sér að lengra verði gengið í þessa átt þar sem vilji útgerðarmanna til fjárfestinga á heimaslóðum er afar takmarkaður. Þá hljóta þeir alveg eins að geta greitt veiðigjald til ríkisins eins og þeir geta greitt sjálfum sér. Aðalgallinn við hið nýja skipulag er þó sá að hann kallar á langvarandi lágt gengi krónunnar þó svo það verði ekki í þágu útgerðarinnar sem slíkrar, heldur í þágu þjóðarinnar sem heildar enda hún orðin raunverulegur eigandi auðlindarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband