Fyrirheitna fordómalandið

Ísland er ekki þekkt land á alþjóðavísu en í augum ýmissa er það sjálfsagt fyrirheitna landið þar sem allir eru góðir og fordómalausir. En mikill óttalegur misskilningur er þetta nú. Í gær gerðist sá atburður að íranskur hælisleitandi hellti yfir sig bensíni og ætlaði að kveikja í sér í höfuðstöðvum Rauða krossins í Reykjavík. Þetta er ekki óþekkt aðferð hjá Aröbum og má nefna til dæmis að byltingin í Egyptalandi hófst með því að maður kveikti í sér í mótmælaskyni. Og Íraninn í Reykjavík var svo sannarlega í mótmælahug líka og sjálfsagt alls ekkert geðbilaður eins og ýjað hefur verið að. Ástæða þessara mótmæla er svo sem augljós, maðurinn hefur beðið hér hælis í sjö ár og ekkert fengið nema neitanir þó svo sagt sé að hann hafi framið eitthvert afbrot sem varðar dauðarefsingu í Íran. Og þess má geta að það er ýmislegt sem varðar dauðarefsingu þar sem okkur þykir nokkuð fáránlegt. Ég held að það sé til dæmis ekkert sérlega heppilegt að láta það út úr sér að Múhameð hafi verið bjáni og forseti landsins einræðissinnaður kúgari. Við skulum spyrja sjálf okkur hvort við myndum taka menn af lífi fyrir eitthvað slíkt.

Af einhverjum ástæðum virðist þessi Írani hafa orðið fyrir fordómum fólks sem hugsar meira um hagsmuni kerfisins heldur en einstaklinganna eins og þessi Kristín sem er forstjóri Útlendingastofnunar og er í raun bara kerfið gangandi. Maður spyr sig af hverju þessi stofnun er ekki tekin undan innanríkisráðuneytinu og kerfisdurtinum Ögmundi og sett undir félagsmálaráðuneytið. Snúa ætti sönnunarbyrðinni við þannig að eftirleiðis yrði ríkið að færa sönnur á það að hælisleitandi sé óæskilegur en ekki hælisleitandinn að sanna það að hann sé hæfur til þess að fá hæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband