Ferðaþjónusta á villgötum

Það var gaman og mikil upplifun að heimsækja Siglufjörð síðastliðinn laugardag og skoða þessu nýju fínu göng sem búið er að gera. Sannarlega mikil framkvæmd og ekkert annað en bylting fyrir íbúa Siglufjarðar. En auðvitað var þessi framkvæmd umdeild, margir sáu ofsjónum yfir því mikla fé, sem veitt var í að koma nokkrum hræðum við ysta haf í nútíma samband við umheiminn. En hér, eins og svo oft áður hugsa íslendingar ekki í samhengi. Þessi göng gætu skilað margföldum arði ef ekki væri sú staðreynd að íslensk ferðaþjónusta er á villigötum. Jú, við getum sagt við einhverja ríka Ameríkana sem hingað koma að við eigum flóknasta glerlistaverk í heimi, fínan manngerðan hver inni í stórborg sem og laxveiðiá... En við hefðum ekki þurft að leggja í allar þessar fjárfestingar, við höfum nefnilega landið í allri sinni dýrð. Það er ekki Perlan eða nýja hvolfþakið á Hörpunni sem vekja á huga ferðamannanna heldur eru það fjöllin, eldurinn og ísinn, hafið og allt þetta. Við getum selt "Látúnshringinn" sem hringferð... ég fullyrði á heimsmælikvarða... Þessa leið frá Akureyri til Akureyrar... um Ólafsfjörð, Siglufjörð, Fljótin, Varmahlíð og Öxnadalsheiði. Hann jafnast fyllilega á við til dæmis Kerry´s hringinn á Írlandi sem ég hef farið. Og það þarf ekki nema brot af þeirri fjárfestingu sem lögð var í glerhjúpinn til að gera hring þennan að aðdráttarafli á heimsvísu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband