12.4.2011 | 21:31
Kyrr kjör
Þau verða sennilega kyrr kjörin næstu mánuðina og árin eftir stóra Nei-ið á laugardaginn. Vera kann að menn nái saman um einhverja kjarasamninga til einhverra mánaða sem fela í sér einhverja verðbólgu. Við vitum að atvinnuleiðin hans Vilhjálms með væluröddina verður ekki ýkja greiðfær á næstunni.
Olíuverð lækkaði lítillega á heimsmarkaði í gær og vitanlega hækkaði það á Íslandi morguninn eftir. Það gerist alltaf. Það mun þannig allt hækka næstu vikur og mánuði nema laun og að sjálfsögðu tryggingabætur enda þykir ekkert tiltökumál þótt til dæmis öryrkjar lifi á 160 þúsundum á mánuði. Og vitanlega verður svo að vera þar sem auðmennirnir þurfa milljónir í vasapeninga meðan verið er að gera þrotabúin þeirra upp. Og óveiddur fiskur verður áfram um sinn einkaeign og verslunarvara milli misblankra útgerða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.