Gullfiskaþjóðin

Þá er nú stóra Nei-ið komið. „Við borgum ekki“ segir þjóðin innblásin af lýðræðisást og þjóðrembu. Og afleiðingarnar hafa orðið ýmsar, sumar fyrirséðar eins og til dæmis fýlan sem þeir fóru í Hollendingar og Bretar, en einnig óvæntar eins og sprengjan sem Bjarni Benediktsson, hinn "vafningalausi" formaður sjálfstæðisflokksins, varpaði á þingi þegar hann boðaði vantrauststillögu á ríkisstjórnina.

Líklegt má telja að tillaga þessi sé fyrst og fremst ætluð til heimabrúks. Því er nefnilega þannig varið að Bjarni er síður en svo óumdeildur maður í sínum flokki. Ýmsir þar bera honum á brýn hálfvelgju og kveifarskap í stórum málum og má meðal annars geta þess að Davíð kóngur skammaði hann hressilega í Mogganum sínum um helgina. Því hefur Bjarni sennilega viljað með tillögu þessarri sýna svolítil mannalæti.

Hitt er svo annað mál að þessi tillaga verður að teljast mjög vafasöm pólitískt séð. Fyrir það fyrsta þá hlakkaði auðvitað í Jóhönnu þar sem nú gefst tækifæri til að þjappa stjórnarliðinu saman. En þetta veikir stöðu Bjarna innan sjálfstæðisflokksins og afleiðing þess gæti hæglega orðið sú að gamli góði Davíð stigi fram sem bjargvættur. Þjóðin hefur sem kunnugt er gullfiskaminni. Þannig að Davíð verður sennilega hinn nýi bjargvættur þrátt fyrir eitt stykki gjaldþrota Seðlabanka, hrunið fjármálakerfi og niðurhöggna útrásarvíkinga. Davíð fær annað tækifæri til að koma þjóðfélaginu endanlega á hausinn og þá líklega einnig Björgúlfarnir til að rísa upp og auðgast í þriðja sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband